Starfsreglur

Starfsreglur samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar

Starfsreglur þessar eru settar á grundvelli 11. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og verklagsreglna vegna ráðstöfunar tekna af sölu veiðikorta, sem settar voru af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þann 19. janúar 2016. Í verklagsreglunum er m.a. fjallað um veiðikortakerfið, ráðstöfun tekna af sölu veiðikorta og skipun og hlutverk samráðsnefndar um sjálfbærar veiðar.

Nefndin mun stuðla að styrkingu faglegrar veiðistjórnunar á villtum dýrum (sbr. e-lið 5. gr. verklagsreglna), beita sér fyrir innleiðingu verndar- og veiðiáætlana fyrir íslenska veiðistofna og þróa verklag og ferla til ákvarðanatöku um vernd og veiðar.

Nefndin mun stuðla að því að framkvæmd veiða samræmist markmiðum um sjálfbæra nýtingu (sbr. e-lið 5. gr. verklagsreglna) með því að skilgreina viðmið fyrir íslenska veiðistofna sem taka mið af stofnstærðarþróun þeirra og alþjóðlegum skuldbindingum.

Flestir fundir verða haldnir í gegnum Skype eða annan fjarfundarbúnað en nefndin skal þó hittast augliti til auglitis á fundum eigi sjaldnar en árlega. Nefndin skal hafa eftirfarandi vörður til viðmiðunar við störf sín:

  • Kynningarráðstefna í mars eða apríl annað hvert ár.
  • Fundir með verkefnisstjórum í september, þar sem rætt er um framvindu, áherslur o.s.frv.
  • Skil á vöktunar- og rannsóknaráætlunum berist til nefndar fyrir 15. nóvember ásamt framvinduskýrslu liðins árs.
  • Tillögur nefndar um styrki skilað fyrir 15. desember.

Ef þörf krefur geta fundir verið tíðari en hér er tilgreint. Fundarstjórn,  ritun og varðveisla fundargerða er í höndum Umhverfisstofnunar.

Þegar kallað verður eftir vöktunar- og rannsóknaáætlunum mun nefndin gera viðkomandi aðilum grein fyrir þeim verk- og fjárhagsþáttum sem sem teljast styrkhæfir.

Við vinnu sína mun nefndin m.a. hafa eftirfarandi til hliðsjónar:

 

Starfsreglurnar voru samþykktar á fundi nefndarinnar, 23.1.2017.