Samfélagsleg og hagræn áhrif þjóðgarðs

Samkvæmt rannsóknum nefna langflestir þeirra ferðamanna sem koma til Íslands náttúru landsins sem ástæðu heimsóknarinnar. Þá hafa rannsóknir sýnt að friðlýst svæði draga að sér ferðamenn. Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar sem snúa að hagrænum áhrifum þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða. Samkvæmt rannsókn Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á hagrænum áhrifum friðlýstra svæða frá 2018 er áætlað að það fjármagn sem ríkið setur í rekstur friðlýstra svæða skili sér margfalt til baka í formi skatttekna af störfum á friðlýstum svæðum og störfum í ferðaþjónustu á friðlýstum svæðum og grannsvæðum. Í ályktun skýrslunnar segir um niðurstöður að friðlýst svæði víða um land séu mikilvæg fyrir atvinnulíf í næsta nágrenni þeirra. Er þá hvort tveggja horft til starfa á friðlýstu svæðunum og tengd störf í ferðaþjónustu. Í samhengi Vestfjarða má sem dæmi nefna að skv. rannsókninni sagði fimmtungur þeirra ferðamanna sem komu að Dynjanda að fossinn væri aðaláfangastaður ferðar sinnar á Vestfirði.

Árið 2019 kom út skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um náttúruvernd og byggðarþróun. Þar kemur fram að ef rétt er að málum staðið getur friðlýsing skapað ný tækifæri fyrir þessi byggðarlög en lykilatriði sé að virku samráði við íbúa í nærsamfélaginu sé viðhaldið við stjórnun á hina friðlýsta svæði.