Niðurstöður efnaeftirlits

Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd efnalaga nr. 61/2013 og fer með eftirlit eftir því sem kveðið er á um í lögunum. Í því skyni hefur stofnunin eftirlit með meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem falla undir lögin með samræmdum hætti á landinu öllu auk þess sem stofnunin útbýr eftirlitsáætlun til þriggja ára í senn.

Hér birtast upplýsingar um niðurstöður eftirlits og til hvaða úrræða stofnunin hefur gripið jafnóðum og ákvarðanir um slíkt liggja fyrir í samræmi við 5. mgr. 49. gr. efnalaga.  Samantektir um niðurstöður sértækra eftirlitsverkefna sem unnin eru samkvæmt eftirlitsáætlun má nálgast hér

2019

Kj. Kjartansson ehf.

Eftirlitsskýrsla vegna efirlits með tannhvíttunarvörum frá Kj. Kjartanssyni ehf.

Umhverfisstofnun barst ábending um innihaldsefni í tveimur tannhvítunarvörum  sem háð eru takmörkunum. Eftirlitið leiddi í ljós að styrkur efnisins karbamíðperoxíðs í annarri vörunni,  White Kiss FLASH Dental Whitening Kit, er yfir leyfilegum mörkum í sölu til almennings. Auk þess uppfyllir varan ekki skilyrði um merkingar. Birgir vörunnar brást við niðurstöðum eftirlitsins að eigin frumkvæði með því að hætta markaðssetningu hennar og innkalla vöruna úr verslunum.

Málaflokkur: Snyrtivörur

 

Costco Wholesale ehf.

Eftirlitsskýrsla vegna eftirlits með merkingum í Costco Wholesale ehf."

Eftirlit vegna ábendingar um að merkingar vörunnar Ronseal Decking Cleaner & Reviver uppfylli ekki skilyrði efnalaga leiddi í ljós frávik frá 32. gr. efnalaga nr. 61/2013. Costco Wholesale ehf. brást við bráðabirgðarniðurstöðum eftirlitsins með því að taka vöruna úr sölu og samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu verður hún endursend til erlends birgis vörunnar og ekki markaðssett hér á landi framvegis.

Málaflokkur: Flokkun og merking, þvotta- og hreinsiefni.