Samkvæmt auglýsingu um friðlýsingu svæða í Þjórsárdal skal skipa samstarfshóp um málefni verndarsvæðisins með fulltrúum frá Skeiða- og Gnúpverjahrepp, Minjastofnun Íslands, Skógræktinni og Umhverfisstofnun. Fulltrúi Umhverfisstofnunar fer með formennsku og boðar til fundar. Hlutverk samstarfshópsins er að samræma starfsemi stofnana á svæðinu og stuðla að því að verndargildi svæðisins haldist. Einnig er hlutverk samstarfshóps að fjalla um framkvæmdaáætlun og landvörslu fyrir verndarsvæðið, samvinna við gerð stjónunar- og verndaráætlunar ásmat endurskoðun og breyting á henni svo og önnur stefnumótandi mál er varðar verndarsvæðið. Samstarfshópur skal funda eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Fulltrúar í samstarfshópnum eru:
Björgvin Skafti Bjarnason, Skeiða- Og Gnúpverjahrepp Uggi Ævarsson, Minjastofnun Íslands Ásta Hermannsdóttir, Minjastofnun Íslands Hreinn Óskarsson, Skógræktin Hákon Ásgeirsson, Umhverfisstofnun
Fundargerðir samstarfshóps