Eldsneyti

Hér á landi gildir reglugerð nr. 960/2016 sem fjallar um gæði fljótandi eldsneytis og reglugerð nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti. Markmið þessara reglugerða er meðal annars að draga úr skaðlegum áhrifum eldsneytis á heilsu fólks og umhverfi.