Umhverfistofnun - Logo

Flatey á Breiðafirði

Stutt er síðan að í Flatey var blómlegt athafnalíf. Í Flatey hefur verið verslun frá því á miðöldum og hún er fræg fyrir handrit sem kennt er við hana (Flateyjarbók). Þó búseta hafi að mestu lagst af er eyjan töfrandi fyrir menningarminjar sínar. Þorpið í Flatey er eitt fárra slíkra þar sem svipmót gamla tímans hefur haldið sér. Náttúrufegurð er mikil í eyjunni og óvenju fjölskrúðugt fuglalíf. Austurhluti eyjarinnar var friðlýstur 1975 vegna fuglaverndunar og er óheimilt að fara um svæðið frá 15. apríl til 15. ágúst.

Stærð friðlandsins er 84,5 ha.