Græn helgi og samstarf við framhaldsskóla

Græna helgin er verkefni haldin síðan 2011, í ágúst/september og taka þátt nemendur frá 2 framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu, Menntaskólann við Hamrahlíð og Fjölbrautarskólann við Ármúla.

Unnið er við náttúruverndarsvæðum á Suðvesturlandi og ca. samtals 20-30 nemendur á samt kennurunum taka þátt og nokkrir sjálfboðaliðar Umhverfistofnunnar (ICV) sem koma frá útlanda eru líka með í hópnum.

Á undanförnum árum það hefur unnið í viðhald stikuð leið, að lokað villustig og afmá förin vegna utanvegaaksturs sexhjóla og bifhjóla.

Á meðan verkefni stoð voru nemendur fræddir um það hvernig mat er gert á ástandi stíga og svo hvernig viðhaldi er háttað.

Að vinnunni loknu er oft farið með sjálfboðaliðana í fræðsluferð og skoða nærliggjandi náttúrufyrirbæri og sýnd hversu falleg og viðkvæmt náttúran getur verið.

Viðburðir sem þessir snúast ekki einungis um framkvæmdirnar. Þeirra helsti ávinningur er sú fræðsla og vitundarvakning sem nemendurnir hljóta með því að gerast sjálfboðaliðar í náttúruvernd. Umhverfisstofnun leggur áherslu á fræðslu bæði í verklagi og hugmyndafræði um göngustígagerð, sem og um sérstöðu einstakra náttúruverndar- og útivistarsvæða.

Græna helgin er því lærdómsrík, og er það von Umhverfisstofnunar að frekara samstarf við framhaldsskóla höfuðborgarsvæðisins muni leiða af sér vitundarvakningu um þær fjölmörgu náttúruperlur sem leynast bæði innan og í nánd við Reykjavík. Með slíkri vitundarvakningu og auknum krafti í þátttöku heimafólks í sjálfboðaliðastarfi er hægt að hlúa enn betur að friðlýstum svæðum og útivistarperlum höfuðborgarsvæðisins.

Skipulag sjálfboðaliða- og fræðsluverkefna með íslenskum þátttakendum - Leiðbeiningar fyrir skipuleggjendur