Hverastrýtur í Eyjafirði

Fyrstu náttúruminjar á hafsbotni sem eru friðlýstar á Íslandi. Friðlýst sem náttúruvætti árið 2001. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður.

Hverastrýturnar eru staðsettar á u.þ.b. 65 m dýpi og nær önnur upp á u.þ.b. 33 m og hin upp á u.þ.b. 15 m dýpi. Sérstaða strýtanna felst einnig í hæð þeirra sem er óvenjulega mikil.

Hverastrýtur í botni Eyjafjarðar, norður á Arnarnesnöfum.

Hverastrýturnar norður af Arnarnesnöfum voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2007. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstæðar jarðmyndanir og lífríki, líffræðilega fjölbreytni og einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efna­samsetningu, útliti og lögun, þ.m.t. örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður. Hverastrýturnar eru allt að 10 metra háar og standa á 25 - 45 metra dýpi.

Verndargildi strýtanna felst einnig í fjölbreytileika þeirra og sérlega miklu lífríki sem hefur hátt vísinda-, fræðslu- og verndargildi.