Fyrstu náttúruminjar á hafsbotni sem eru friðlýstar á Íslandi. Friðlýst sem náttúruvætti árið 2001. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efnasamsetningu, útliti og lögun ásamt örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður.
Hverastrýturnar eru staðsettar á u.þ.b. 65 m dýpi og nær önnur upp á u.þ.b. 33 m og hin upp á u.þ.b. 15 m dýpi. Sérstaða strýtanna felst einnig í hæð þeirra sem er óvenjulega mikil.
Hverastrýturnar norður af Arnarnesnöfum voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2007. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda sérstæðar jarðmyndanir og lífríki, líffræðilega fjölbreytni og einstök náttúrufyrirbrigði sem felst í myndun hverastrýtanna, efnasamsetningu, útliti og lögun, þ.m.t. örveruvistkerfi sem þar þrífst við óvenjulegar aðstæður. Hverastrýturnar eru allt að 10 metra háar og standa á 25 - 45 metra dýpi.
Verndargildi strýtanna felst einnig í fjölbreytileika þeirra og sérlega miklu lífríki sem hefur hátt vísinda-, fræðslu- og verndargildi.