Íslenska kalkþörungafélagið Bíldudal

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Íslenska kalkþörungafélagið ehf., Bíldudal, kt. 680601-2670, til framleiðslu kalks í verksmiðju þess í Bíldudal.

Helstu umhverfiskröfur

Útblástur úr hreinsibúnaði skal leiddur út um reykháfa.  Hæð reykháfa, útblásturshraði og hitastig í reykháfum skal vera nægilega hátt til að tryggja að ákvæði um loftgæði, sbr. reglugerð nr. 251/2002  um brennisteinsdíoxíð,  köfnunarefnisdíoxíð og  köfnunarefnisoxíð, bensen, kolsýring, svifryk og blý í andrúmsloftinu og upplýsingar til almennings, séu uppfyllt.

Fráveitur skulu vera í samræmi við kröfur í reglugerð nr. 798/1999, um fráveitur og skólp, og ákvæði í lögum nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda, og þannig að ákvæði reglugerðar nr. 796/1999, um varnir gegn mengun vatns, sé uppfyllt.

Nánari upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 1. nóvember 2022.

Áætlanir