Umhverfistofnun - Logo

Almennar fréttir og tilkynningar

Umsóknarfrestur um hreindýr rennur út í dag

Umsóknafrestur um veiðileyfi á hreindýr rennur út á miðnætti í dag, þriðjudaginn 28. febrúar. Hægt er að sækja um leyfi í gegnum þjónustugátt Umhverfisstofnunar og fólki bent á að til að umsókn sé tekin gild þurfa umsækjendur að ganga úr skugga um að hafa hreindýraheimild á veiðikortinu sínu. ...

Hreindýraveiðikvóti ársins 2023

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur auglýst hreindýraveiðikvóta ársins 2023. Heimilt er að veiða allt að 901 hreindýr árið 2023, 475 kýr og 426 tarfa. ...

Hreindýraveiðum haustsins lokið

Hreindýraveiðitímabili haustsins lauk þriðjudaginn 20. september. Veiðar gengu í heild vel og tókst að veiða stærsta hluta útgefins veiðikvóta, þar hjálpaði gott veður síðustu vikur veiðitímabilsins vissulega til. ...

Hreindýraveiðar - erfið staða á veiðisvæði 2

Um miðjan ágúst var ljóst að mjög fá hreindýr höfðu sést á veiðisvæði 2 og í kjölfarið ákvað Umhverfisstofnun í samráði við Náttúrustofu Austurlands, hreindýraráð og Félag leiðsögumanna með hreindýraveiðum að nauðsynlegt væri að grípa til eftirfarandi aðgerða ...

Upphaf hreindýraveiðitímabils 2022

Tarfaveiðar hefjast nú eins og undanfarin ár þann 15. júlí sem að þessu sinni er föstudagur. Við viljum vekja athygli á að veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tarfa sem eru tveggja vetra og eldri. Fram til 1. ágúst skal ekki ekki veiða tarfa sem eru í fylgd með kúm þannig veiðarnar trufli ekki kýr og kálfa í sumarbeit. ...

Síðasti greiðsludagur hreindýraveiðileyfa 19. apríl

Eindagi greiðslu úthlutaðs hreindýraveiðileyfis er þriðjudaginn 19. apríl. Greiða þarf kröfu í heimabanka fyrir kl. 21.00. ...

Útdráttur um hreindýraveiðileyfi á laugardaginn

Umsóknafrestur um veiðileyfi á hreindýr rann út þann 1. mars og nú styttist óðum í útdrátt. Dregið verður úr umsóknum um hreindýraveiðileyfi í beinu streymi laugardaginn 05. mars klukkan 14.00. ...

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi framlengdur

Sökum tæknilegra hnökra hefur frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi verið framlengdur til hádegis miðvikudaginn 2. mars. ...

Umsóknarfrestur hreindýraveiðileyfa til 28. febrúar

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er til miðnættis mánudaginn 28. febrúar. ...

Hreindýraveiðikvóti ársins 2022

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur auglýst hreindýraveiðikvóta ársins 2022. Umhverfisstofnun annast sölu hreindýraveiðileyfa. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 28.febrúar en umsóknum skal skilað inn á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is/veidimenn. ...