Stefna Umhverfisstofnunar 2013-2017

Umhverfisstofnun ber ábyrgð á mörgum af mikilvægustu málaflokkum umhverfismála á Íslandi. Viðfangsefnin eru mörg og ólík og má þar nefna:

 • Það stefnir í allt að fjögurra gráðu hækkun á hitastigi jarðar 
 • Á Íslandi er að finna marga villta dýrastofna sem okkur ber að vernda 
 • Náttúra Íslands er í mörgu einstök á heimsmælikvarða og dregur fjölda ferðamanna til landsins 
 • Rannsóknir leiða sífellt betur í ljós neikvæð áhrif mengunar og margvíslegrar efnanotkunar á umhverfi og heilsu 
 • Hreint loft, vatn og haf eru meðal mikilvægustu auðlinda Íslands

Öll okkar lífsgæði grundvallast á náttúrunni í kringum okkur. Því er mjög mikilvægt að halda rétt á málum til framtíðar. Stefna Umhverfisstofnunar 2013-2017 er ætlað að móta umgjörð um vinnu okkar til verndar umhverfi og náttúru Íslands. Stefnan er sett á grænt hagkerfi og grænt samfélag.

 • Hreint haf og vatnVið viljum að allt vatn á Íslandi uppfylli gæðamarkmið um hreinleika og lífvænleika. Hafið umhverfis landið þarf að vera hreint. Þá viljum við að Ísland sé...
  Nánar
 • Heilnæmt umhverfiVið viljum skapa heilnæmt umhverfi fyrir alla og lágmarka áhrif skaðlegra efna á lífríki og heilsu manna. Tryggja að á markaði séu ekki efni eða vörur sem...
  Nánar
 • Hreint loftVið viljum hreint loft hvar sem er á landinu. Loftgæði verða að standast kröfur á landsvísu og alþjóðamælikvarða. Íslendingar eiga að uppfylla alþjóðlegar...
  Nánar
 • Grænt samfélagVið viljum taka skref í átt að grænu samfélagi með áherslu á græna nýsköpun. Auka þarf vistvæn innkaup hjá stofnunum og fyrirtækjum og hlut umhverfismerktrar...
  Nánar
 • Verndun náttúruVið verndum lífríki og jarðminjar fyrir komandi kynslóðir. Við viljum koma á neti verndarsvæða og vinna að gerð verndaráætlana fyrir friðlýst svæði á landinu...
  Nánar
 • Sjálfbær nýting auðlindaVið viljum stuðla að sjálfbærri og skilvirkri nýtingu auðlinda, s.s. hráefna, jarðefna, villtra dýrastofna, orku og ferðamannastaða. Draga þarf úr myndun...
  Nánar
 • Samþætting og eftirfylgniVið viljum tryggja bætta framkvæmd laga og reglna á umhverfissviði með markvissara eftirliti og eftirfylgni. Áhersla verður á samvinnu við hagsmunaaðila og...
  Nánar
 • Leiðandi stofnunVið viljum starfa í öflugri stofnun þar sem skipulag, þekking, tæki og tól eru til staðar til að veita landsmönnum góða þjónustu. Við stuðlum að því að vera...
  Nánar

Markmið Umhverfisstofnunar Leiðandi stofnun Hreint loft og takmörkun gróðurhúsaáhrifa Verndun náttúru og líffræðilegrar fjölbreytni Heilnæmt umhverfi Grænt samfélag Sjálfbær nýting auðlinda Hreint haf og vatn Samþætting og eftirfylgni

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira