Saga og menning

Samkvæmt þjóðsögu er að finna gullkistu landnámsmannsins Þrasa frá Skógum undir Skógafossi. Sagt er að 3 menn reyndu að ná kistunni undan fossinum í kringum árið 1600. Þeir komust það nálægt kistunni að hægt var að krækja í hring á kistugaflinum sem stóð út úr fossbununni. Þegar þeir ætluðu sér að draga kistuna nær þá fór ekki betur en svo að hringurinn kipptist úr kistunni og ekki var hægt að nálgast kistuna meir. Í dag er talið að hringurinn úr kistunni sé nú hringurinn í kirkjuhurðinni á Skógum. Frekari upplýsingar og fræðslu er hægt að sækja á sögu og menningarsafninu Skógasafn.