Umhverfistofnun - Logo

Friðland að Fjallabaki

Friðland að Fjallabaki er á miðhálendinu í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra. Landmannalaugar er þekktasti viðkomustaðurinn í friðlandinu og þar er upphaf á gönguleiðinni um Laugaveginn. Í friðlandinu er hægt að velja um margar fjölbreyttar gönguleiðir og hjólaleiðir við allra hæfi. Skálagisting og tjaldsvæði eru í Landmannalaugum, Landmannahelli og Hrafntinnuskeri.