Í samstarfsnefnd friðlandsins Látrabjargs eiga sæti tveir fulltrúar landeigenda, fulltrúi Vesturbyggðar ásamt fulltrúa Umhverfisstofnunar sem skal vera formaður nefndarinnar. Samstarfsnefndin skal funda eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Hlutverk hennar er að fjalla um framkvæmdaáætlun og landvörslu fyrir friðlandið, samvinna við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar ásamt endurskoðun og breytingar á henni, breytingar á friðlýsingarskilmálum og önnur stefnumótandi mál er varða friðlandið.
Samstarfsnefndin er þannig skipuð:
Aðalheiður Pálmadóttir, fulltrúi landeigenda
Jón Pétursson, fulltrúi landeigenda
Geir Gestsson, fulltrúi Vesturbyggðar
Edda Kristín Eiríksdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar