Stök frétt

Mynd: Johnny McClung á Unsplash

Þriðjudaginn þann 17. maí kl. 16:30- 17:30 verðu haldinn fyrirlestur um öryggi neysluvatns í sumarbústöðum í fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar. Fyrirlesarar eru þeir Héðinn Friðjónsson sérfræðingur á Rannsóknarstofu Umhverfisstofnunar og Ingólfur Gissurason sérfræðingur á Matvælasviði Umhverfisstofnunar.

Við hvetjum alla sumarbústaðaeigendur og þá sem hyggja á sumarbústaðaferðir að koma og kynna sér málið.

Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Umhverfisstofnunar að Suðurlandsbraut 24, 5. hæð og eru allir boðnir velkomnir.

Aðgangur er ókeypis.

Heitt kaffi á könnunni.