Stök frétt

Umhverfisráðherra hefur gefið út reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands, nr. 528/2005. Í reglugerðinni er áréttuð sú meginregla að óheimilt er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega í náttúru Íslands.

Kveðið er sérstaklega á um í hvaða undantekningartilvikum heimilt er að aka utan vega.

Sérstök ákvæði eru í reglugerðinni um umferð ríðandi manna og hjólandi, jafnframt því sem tekið er fram að akstur torfærutækja sé aðeins heimill utan vega á til þess samþykktum svæðum.

Með reglugerðinni er brugðist við ósamræmi sem var milli eldri reglugerðar og gildandi náttúruverndarlaga um akstur utan vega. Í reglugerðinni er lögð rík áherslu á að akstur utan vega er óheimill.

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með framkvæmd reglugerðar þessarar.

Vegagerðin gefur út kort um opnun hálendisvega yfir sumarið.