Stök frétt

Frá 5.-9. september var haldið réttindanámskeið fyrir heilbrigðisfulltrúa hjá Umhverfisstofnun.

Setið var stíft alla dagana og dagskráin var afar fjölbreytt.

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar ásamt heilbrigðisfulltrúum sáu um kennsluna.

Sl. föstudag var síðan haldið próf sem heilbrigðisfulltrúar þurfa að standast til að öðlast réttindi.

Þetta er í annað sinn sem Umhverfisstofnun heldur slíkt námskeið en námskeiðið var áður haldið nokkrum sinnum á vegum Hollustuverndar ríkisins.

Námskeið þessi eru haldin reglulega og var það síðast haldið í janúar 2004.