Stök frétt

Hér eru birtar niðurstöður tveggja eftirlitsverkefna um örveruástand í svínakjöti og kjúklingum.

Eftirlitsverkefni um örveruástand í svínakjöti var framkvæmt frá apríl til ágúst á þessu ári. Niðurstöður úr greiningu á þeim 52 sýnum af svínakjöti sem tekin voru í þessu verkefni sýndu að ástandið m.t.t. Salmonella var gott, þar sem engin Salmonella greindist í þeim.

Á þessu ári verða tekin sýni jafnt og þétt af kjúklingum. Fyrri hluti eftirlitsverkefnis um örveruástand á kjúklingum var framkvæmt frá janúar til júní á þessu ári. Niðurstöður verkefnisins sýndu að 6% kjúklinga voru campylobactermengaðir.