Stök frétt

Nýlega gaf Vegagerðin út Umhverfisskýrslu fyrir árið 2004. Vegagerðin er einn af stærri framkvæmdaraðilum á Íslandi og telst mikilvægt að þar sé markvisst tekið á umhverfis- og náttúruverndarmálum.

Í skýrslunni kemur m.a. fram að Vegagerðin fylgi mótaðri stefnu á sviði umhverfismála og tekur mið ISO 14001 umhverfisstjórnunarstöðlunum í því starfi. Þá eru einnig upplýsingar um grænt bókhald Vegagerðarinnar, en Vegagerðin er einn af fáum aðilum sem gera slíkt bókhald af eigin frumkvæði.

Í skýrslunni kemur fram að unnið að góðum frágangi á efnisnámum í samræmi við langtímaáætlun um námufrágang og að í framtíðinni verði hugsanlega gerðar auknar kröfur til verktaka varðandi frammistöðu í umhverfismálum.