Stök frétt

Út er komið ellefta Upplýsinga og Staðreyndarit Umhverfisstofnunar. Ritið fjallar um mengun frá útiofnum og hvernig best er að halda henni í lágmarki.

Útiofnar af ýmsum gerðum hefur fjölgað í görðum fólks á undanförnum árum. Í upplýsingaritinu er að finna upplýsingar um hvernig bera skuli sig að við að kveikja upp í útiofnum þannig að mengun verði í lágmarki. Einnig er stuttlega fjallað um skaðleg efni í brennslureyk og ráðlegginar um samskipti við nágranna sem kunna að verða fyrir óþægindum vegna reyksins.

Í ritinu er mest megnis fjallað um viðarbrennsluofna, en mörg atriðin eiga einnig við um annarskonar brennslu, hvort sem um er að ræða kurlofna, kolagrill eða gasgrill.

Markmiðið með ritinu er að fræða um áhrif reyks og hvernig má koma í veg fyrir að reykur verði nágrönnum til ama eða óþæginda.

Hér fyrir neðan er ritið á PDF formi: