Stök frétt

Í dag þann 25. október kl. 15-16 verður haldinn fyrirlestur í fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar á 5. hæð, Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.

Að þessu sinni verður fjallað um nýjar reglur um merkingu matvæla. Fyrirlesarar eru þær Jóhanna, E. Torfadóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Kolbrún Einarsdóttir, næringarráðgjafi hjá Næringarstofu, Landspítali - Háskólasjúkrahús.

Fjallað verður um nýjar reglur sem komnar eru inn í íslenska löggjöf um merkingu matvæla. Nýjar reglur hafa verið settar um merkingar á ofnæmis- og óþolsvöldum, merkingar á matvælum sem innihalda lakkrís og merkingar á samsettum innihaldsefnum. Einnig verður fjallað sérstaklega um ofnæmi- og óþol.

Allir velkomnir

Heitt á könnunni