Stök frétt

Umhverfisstofnun varar við neyslu á Noni-juice í stórum skömmtum vegna hættu á lifrarskaða.

Nýlega hefur verið greint frá þremur tilfellum þar sem lifrarskaði (acute hepatitis) hefur verið rakinn til neyslu á Noni-juice í stórum skömmtum. Í tilfellunum þremur var neyslan 1,5 lítri á 3 vikum, 2 lítrar á fjórum mánuðum og eitt glas á dag í nokkrar vikur. Þessi tilfelli hafa verið skráð í vísindarit, sjá tengla hér að neðan.

Á umbúðum Noni-juice sem markaðsettur er hér á landi kemur fram að ekki er mælt með að taka inn meira en tvær matskeiðar (30 ml) á dag.

Umhverfisstofnun beinir því til þeirra sem neyta Noni-juice að hafa skammtinn ekki stærri en 30 ml á dag.

Í EU Food Law Online 7. október 2005 kemur fram að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur óskað eftir að Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) láti gera áhættumat á Noni-juice.

Noni-juice er safi unnin úr jurtinni Morinda citrifolia sem á uppruna sinn að rekja til Kyrrahafseyja (Pólinesíu). Á þeim slóðum hefur jurtin verið notuð í aldanna rás sem lækningajurt, en eingöngu í smáum skömmtum. Þar sem varan heitir “juice” á Evrópumarkaði, rétt eins og hver annar ávaxtasafi, gæti það orðið til þess að hennar sé neytt í of stórum skömmtum.

Umrædd tilfelli er fjallað um í eftirfarandi vísindaritum: