Stök frétt

Þriðjudaginn 29. nóvember kl. 15.00 - 16.00 munu þeir Grímur Ólafsson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun og Hafsteinn Guðfinnsson sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun halda erindi um þörungavöktun hér á landi.

Fjallað verður um þörungavöktun og eitraða þörunga sem finnast við strendur Íslands. Niðurstöður samstarfverkefnis verða kynntar þar sem vaktað var magn svifþörunga á nokkrum stöðum við landið.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Fyrirlestrar verða haldnir á 5. hæð Umhverfisstofnunar Suðurlandsbraut 24, Reykjavík.