Stök frétt

Mynd: Unsplash

AUGLÝSING um hreindýraveiðar árið 2006.

Umhverfisstofnun getur heimilað tarfaveiði frá 15. júlí, en þó með þeim fyrirvara að fram til 1. ágúst séu tarfar ekki veiddir ef þeir eru í fylgd með kúm eða ef veiðar trufla kýr og kálfa í sumarhögum. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa.

Umhverfis-stofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda.

Hreindýraveiðar eru óheimilar fyrir 15. ágúst 2006 á svæði sem afmarkast af austurbakka Jökulsár í Fljótsdal að Laugará, með Laugará að Hölkná, og þaðan í beinni línu í topp á Urgi, í Tungusporð, Búrfellstopp og að ósi Dysjarár. Vesturmörk fylgja síðan Jökulsá á Brú að Jökli.

Veiðiheimildir árið 2006 skiptast sem hér segir eftir veiðisvæðum og kyni dýra:

Tarfar

Kýr

Samtals

Svæði 1

50

5

55

Svæði 2

219

276

495

Svæði 3

24

20

44

Svæði 4

0

19

19

Svæði 5

50

30

80

Svæði 6

38

11

49

Svæði 7

60

32

92

Svæði 8

20

20

40

Svæði 9

14

21

35

Alls:

475

434

909

Veiðisvæðin skiptast þannig eftir sveitarfélögum:

Svæði 1 Vopnafjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Jökuldalur norðan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð

Svæði 2 Fljótsdalshreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e Jökuldalur austan Jökulsár á Brú, Hróarstunga, Fell, Vellir vestan Grímsár og Skriðdalur vestan Grímsár.

Svæði 3 Borgarfjarðarhreppur og hluti Fljótsdalshéraðs þ.e. Hjaltastaðaþinghá og Eiðaþinghá.

Svæði 4 Mjóifjörður, Seyðisfjörður og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Vellir austan Grímsár.

Svæði 5 Fjarðabyggð, þ.e. Eskifjörður, Norðfjörður og Reyðarfjörður

Svæði 6 Breiðdalshreppur og hluti Fljótsdalshéraðs, þ.e. Skriðdalur austan Grímsár.

Svæði 7 Djúpavogshreppur, áður Beruneshreppur, Búlandshreppur og Geithellnahreppur

Svæði 8 Hornafjörður, áður Bæjarhreppur og Nesjahreppur

Svæði 9 Hornafjörður, áður Mýrahreppur og Borgarhafnarhreppur (Suðursveit)

Þrátt fyrir skiptingu veiðiheimilda eftir veiðisvæðum getur
Umhverfisstofnun, í samráði við Náttúrustofu Austurlands, heimilað veiðar á hreindýrum skv. veiðiheimildum svæða 1, 6 og 7 á svæði 2 og öfugt, enda telji þessir aðilar ástæðu til að ætla að hreindýr hafi fært sig milli veiðisvæða í samræmi við það.

Jafnframt er stofnuninni heimilt að færa
einstakar veiðiheimildir milli svæða 4 og 5 svo og milli svæða 7 og 8, þykisýnt að hjarðir hafi fært sig milli þessara veiðisvæða.
Veiðikvóta á svæði 4 skal eftir því sem hægt er veiða í Seyðisfirði.
Veiðikvóta á svæði 9 skal eftir því sem hægt er veiða í Suðursveit meðan dýrin halda sig þar, annars á Mýrum ef hægt er.

Veiðiheimildir þessar eru auglýstar í samræmi við 6. gr. reglugerðar nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar, sbr. 14. gr. laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með áorðnum breytingum.

Umhverfisráðuneytið, 21. desember, 2005.