Stök frétt

Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneyti. Stofnunin tók til starfa 1. janúar 2003 þegar hún tók við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Um­hverf­is­stofn­un verður til húsa á Suður­lands­braut 24 í Reykja­vík, en veiðistjórn­un­ar­svið henn­ar, áður embætti veiðistjóra, verður starf­rækt á skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar í Hafn­ar­stræti 97 á Ak­ur­eyri og þaðan og frá Eg­ils­stöðum verður einnig stýrt mál­efn­um er varða vernd­un og nýt­ingu villtra dýra­stofna. Við stofn­un­ina munu verða 73 starfs­menn, þar af 57 í höfuðstöðvum henn­ar í Reykja­vík. Um­hverf­is­stofn­un tek­ur við um­sjón þjóðgarða og munu þjóðgarðsverðir áfram starfa þar.

Davíð Eg­ils­son hef­ur verið skipaður for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar. Hann var áður for­stjóri Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins.