Stök frétt

Mynd: Towfiqu barbhuiya á Unsplash
Umhverfisstofnun hefur nú sérstakt eftirlit með innflutningi á þurrkuðum, gróf- og fínmöluðum sterkum chílepipar og afurðum úr honum þar sem litarefnið súdan I hefur verið að mælast í slíkum pipar. Innflutningur einungis heimilaður að uppfylltum ákveðnum skilyrðum samkvæmt auglýsingu nr. 491/2003.

Innflytjendur verða að framvísa vottorði frá opinberum aðila sem sýnir að litarefnið súdan I hafi ekki mælst í piparnum. Vottorðið þarf að vera þannig útbúið að hægt sé að rekja það til viðkomandi sendingar.

Ef ofangreint skilyrði er ekki uppfyllt þá er farið fram á sýnatöku og rannsókn á kostnað innflytjenda.

Litarefnið súdan I er ekki leyfilegt litarefni í matvælum og talið er að það geti verið krabbameinsvaldandi.

Auglýsing 491/2003

10. júlí 2003

Nánari upplýsingar veitir Herdís M. Guðjónsdóttir. s. 591 2000
Umhverfisstofnun