Stök frétt

Borgir og bæir í rúmlega 20 Evrópuríkjum taka þátt í samgönguvikunni sem hefst í dag og þann 22. september n.k. verður haldinn Bíllausi dagurinn en þá verður fólk hvatt til þess skilja bílinn eftir heima undir kjörorðinu "Í bæinn án bílsins!". Í ár taka Reykjavík, Hafnarfjörður og Hveragerði þátt í átakinu.

Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir ávarpaði fund í Ráðshúsi Reykjavíkur í gær í tilefni af upphafi Evrópsku samgönguvikunnar.

Nánari upplýsingar um viðburði vegna Evrópsku samgönguvikunnar í Reykjavík og Hafnarfirði

Vistvernd í verki stendur fyrir opnum fundi um samgöngumál í Ráðhúsi Reykjavíkur á Bíllausa daginn, 22. september.

Nánari upplýsingar um Samgönguvikuna og Bíllausa daginn er að finna á ensku á vefnum Eurpean Mobility Week og á sama vef upplýsingar um þátttöku Íslands.