Stök frétt

Vorið 2006 styrkti Pokasjóður Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum til að bæta aðstöðu og aðgengi fyrir fatlaða inni í Ásbyrgi. Styrkupphæðin nam kr. 3.000.000.-

Verkefnið hófst sumarið 2006 og lauk í byrjun sumars 2007.

Komið var upp salernhúsi fyrir fatlaða við bílastæðið innst inni í Ásbyrgi. Á bílastæðinu var fyrir eitt salernishús með 4 salernum. Næstu salerni fyrir fatlaða eru annars vegar á tjaldsvæðinu og hins vegar í Gljúfrastofu, hvort tveggja í um 3 km fjarlægð.

Húsið var smíðað á Trésmiðju Kára Lárussonar í Búðardal og í því er eitt salerni fyrir fatlaða.

Þá var stígurinn að Botnstjörn bættur og útbúinn nýr útsýnispallur fyrir ofan tjörnina með aðgengi fyrir hjólastóla og kerrur.

Einnig var komið fyrir handriðum á stíginn niður að eldri pallinum við Botnstjörn og upp að Útsýnishæð til styrktar fyrir eldra fólk og þá sem erfitt eiga með gang. Eru gestir mjög ánægðir með framkvæmdirnar.