Stök frétt

Umhverfisstofnun sendir út rafrænar jólakveðjur til allra viðskiptavina og velunnarra stofnunarinnar.

Þeim peningum sem annars hefðu farið í kostnað vegna hefðbundinna póstsendinga er þess í stað beint til verðugs málefnis og í ár styrkir stofnunin Barnaheill.

Stofnunin þakkar viðskiptavinum sínum samstarfið á árinu sem er að líða og óskar öllum farsældar á komandi ári.