Stök frétt

Umhverfisstofnun barst á mánudag tilkynning um auglýsingu á veraldarvefnum um sölu á hreindýraveiðileyfi. Stofnunin hóf þegar athugun á málinu enda óheimilt að framselja slík veiðileyfi sem eingöngu er úthlutað með útdrætti. Umhverfisstofnun fékk upplýsingar frá þeim aðila sem sett hafði auglýsinguna inn á vefinn. Kom í ljós að auglýsingin var ekki í þeim tilgangi að selja leyfi, enda hefur viðkomandi ekki veiðileyfi á hreindýr nú í ár, heldur einhverjum öðrum. Auglýsingin hefur verið fjarlægð og stofnunin lítur svo á að málinu sé lokið.

Umhverfisstofnun lítur öll slík mál alvarlegum augum enda skal lögum samkvæmt aðeins sá fella hreindýr sem hefur fengið því úthlutað. Nú í ár er í fyrsta sinn komið í lög að viðkomandi veiðimaður þarf að standast skotpróf til að fá veiðileyfi sitt afhent. Leiðsögumönnum við hreindýraveiðar ber að kanna veiðikort, skotvopnaleyfi og persónuskilríki viðkomandi áður en haldið er til veiða og staðfesta þar með að um réttan handhafa veiðileyfis sé að ræða. Hið sama gera eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar. Öllum ábendingum um sölu eða framsal á veiðileyfum eða tilraunum til slíks er vísað til lögreglu nema einsýnt sé talið að ábending eigi ekki við rök að styðjast.