Stök frétt

Umhverfisstofnun vill benda á að í dag 25. apríl er síðasti dagur til að stunda svartfuglsveiðar. Umhverfisráðherra breytti reglugerð nr. 456/1994 um fuglaveiðar um miðjan mánuðinn með þeim hætti að veiðitímabil svartfugla þ.e álku, langvíu, stuttnefju, lunda og teistu var stytt úr 10. maí til dagsins í dag 25. apríl.

Breytingin er tilkomin vegna samdráttar í svarfuglastofnum við Ísland en helsta ástæðan fyrir því er líklega fæðuskortur. Ekki hefur verið ákveðið með hvaða hætti veiðar á svartfugli verða á næsta tímabili en það liggur vonandi fyrir í lok sumars.