Stök frétt

Umhverfisstofnun vekur athygli á málþingi um lífræðilega hreinsun skólps á Íslandi sem haldið verður fimmtudaginn 8. nóvember kl. 13-16 á vegum Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ) í samvinnu við Háskóla Íslands, Orkuveitu Reykjavíkur og Umhverfisstofnun.

Fagaðilar munu kynna tæknilausnir sem hafa verið innleiddar á Íslandi og ræða hvernig rekstur á þessum fyrstu árum hefur gengið.  Einnig verða almenn erindi um stöðu lífrænnar hreinsunar á Íslandi, fræðin á bak við lífræna hreinsun, og hver ávinningurinn sé.

Allir eru velkomnir en vinsamlegast skráið þátttöku í síðasta lagi mánudaginn 5. nóvember á netfangið iris.thorarinsdottir@or.is