Stök frétt

Umhverfisstofnun hafa borist niðurstöður á greiningum á flúor í sláturfé úr Reyðarfirði, ásamt og niðurstöðum dýralækna á grasbítum á svæðinu.

Niðurstöður sýna háan styrk flúors bæði í lömbum og í fullorðnu fé. Dýralæknir sá þó ekki breytingar í tönnum eða kjálkabeinum sem bentu til flúoreitrunar og er það sama niðurstaða og dýralæknir komst að við skoðun á grasbítum á svæðinu.

Umhverfisstofnun hefur óskað eftir áliti Matvælastofnunar á þessum niðurstöðum, ásamt og greiningum á styrk flúors í grasi, heyi, korni og grænmeti sem áður hefur verið birt.

Umhverfisstofnun hefur til meðferðar greinargerð Fjarðaáls frá 14. nóvember og hefur óskað eftir viðbótargögnum vegna hennar.

Tengt efni