Stök frétt

Undanfarið hefur Umhverfisstofnun með aðkomu ráðgjafanefndar um friðlandið Dyrhólaey unnið að gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið. Tillagan er hér með lögð fram til kynningar. 

Dyrhólaey er klettaeyja, um 120 m hár höfði, sem gengur í sjó fram við suðurströnd Íslands. Sá hluti höfðans sem snýr að sjó og í vestur er þverhnípt standberg, en norðurhlutinn er aflíðandi brekka. 

Megin markmið með gerð verndar- og stjórnunaráætlunar fyrir friðlandið Dyrhólaey er að leggja fram stefnu um verndun þess og hvernig viðhalda eigi verndargildi svæðisins í sátt við landeigendur, heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Þá er einnig lögð áhersla á að saga og menning Dyrhólaeyjar varðveitist og að öll nýting sé sjálfbær. 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til föstudagsins 25. apríl 2014. Hægt er að skila inn umsögnum gegnum vefinn eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Nánari upplýsingar veitir Hildur Vésteinsdóttir, hildurv@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.