Stök frétt

15 sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar eru við störf í Mývatnssveit þessa dagana. Í þessari viku hefur verið unnið að endurbætum á gönguleiðunum við Kálfaströnd og Vindbelgjarfjall en í næstu viku verður brennipunkturinn á gönguleiðinni kringjum Stakhólstjörn við Skútustaði auk margra minni verkefna. 

Þetta átak var fjármagnað með sérstöku framkvæmdafé sem veitt var af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu í vor til endurbóta á ferðamannastöðum. Það er óhætt að segja að svona innspýting skiptir sköpum fyrir gönguleiðir á svæðinu og verður vonandi til að bæta aðgengi og umferð um viðkvæma náttúru Mývatns.

Meðfylgjandi eru myndir sem teknar voru af vinnandi sjálfboðaliðum við Kálfaströnd.