Stök frétt

Umhverfisstofnun og Landgræðslan, í samstarfi við Ferðamálastofu, gangast fyrir málþingi um áhrif ferðamannsins á náttúru Íslands.  Fjallað verður um það álag sem íslensk náttúra verður fyrir við aukinn ágang ferðamanna og hvaða leiðir eru færar til að bregðast við. 

Pallborðsumræður verða í lok málþings.

Dagskrá

  • 11:30 Súpa og brauð 
  • 12:30 Ávarp
              Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri 
  • 12:35 Málþing sett
              umhverfis- og auðlindaráðuneytið 
  • 12:45 Auðlind til framtíðar: Skipulag og framtíðarsýn sem grundvöllur góðra ferðamannastaða
              Björn Jóhannsson, Ferðamálastofu 
  • 13:05 Fótspor ferðamanna: Áhrif ferðamanna á náttúru Íslands
              Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir, Umhverfisstofnun 
  • 13:25 Fyrirspurnir 13:35 Heildræn stjórnun ferðaþjónustu í þjóðgörðum
              Einar Á.E. Sæmundsen, Þjóðgarðinum á Þingvöllum 
  • 13:50 Hvar eru umferðarljósin? Hvernig stýra má göngufólki
              Jónas Guðmundsson, ferðamálafræðingur 
  • 14:05 Trúin flytur fjöll
              Ingibjörg Guðjónsdóttir, Íslenskum fjallaleiðsögumönnum 
  • 14:20 Fyrirspurnir
  • 14:30 Kaffihlé 
  • 14:55 Verk að vinna
              Andrés Arnalds, Landgræðslu ríkisins 
  • 15:15 Landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn í þágu náttúruverndar
              Jón Geir Pétursson, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 
  • 15:35 Fyrirspurnir
  • 15:40 Pallborð: Nýting og ábyrgð.
              Umræðustjórar: Leifur Hauksson og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir 
  • 16:30 Málþingi slitið
Fundarstjóri: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins.  

Málþingið fer fram í Frægarði Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Þátttaka er öllum opin, að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á súpu og brauð í mötuneyti Landgræðslunnar kl. 11:30. 

Skráning er á netfanginu edda.linn@land.is. Vinsamlegast takið fram hvort súpa verður þegin. 

Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu. 

Allir hjartanlega velkomnir.