Stök frétt

Umhverfisstofnun leitar að starfsmanni með áhuga og þekkingu á málefnum hafsins. Um er að ræða framtíðarstarf. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga, þar sem áhersla er lögð á opin samskipti, þverfaglega vinnu, erlent samstarf og möguleika á að hafa áhrif á þróun starfs. 

Verkefni sérfræðingsins eru einkum varnir gegn mengun hafs og stranda. Þau fela m.a. í sér umhverfismál í tengslum við rekstur skipa, málefni sem tengjast bráðamengun, alþjóðleg samskipti, margvíslega gagnaöflun og úrvinnslu, samstarf við stofnanir og hagsmunaaðila ásamt umsögnum og fræðslu. 

Gerð er krafa um háskólapróf í verkfræði- eða raunvísindum eða sambærilega menntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun í umhverfismálum er æskileg. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi þekkingu verkefnastjórnun og reynslu af alþjóðlegu samstarfi. 

 Að öðru leyti verða eftirfarandi kröfur um þekkingu, reynslu og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmanni: 

  • Þekking á málefnum hafs 
  • Þekking á umhverfismálum 
  • Frumkvæði og drifkrafur 
  • Skipulagshæfileikar og markviss vinnubrögð 
  • Kunnátta í íslensku, ensku og þekking á Norðurlandamáli 
  • Færni til að setja fram upplýsingar á skrifuðu og töluðu máli 
  • Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum 

Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Ólafur A. Jónsson sviðsstjóri, sem veitir nánari upplýsingar um starfið ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur mannauðsstjóra í síma 591 2000. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. 

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst. Föst starfsaðstaða starfsmannsins getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Patreksfirði, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum, Hellu eða Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu. 

Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is. Umsóknarfrestur um starfið er til og með 30. desember 2014. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.