Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Eskju hf. að endurnýjun starfsleyfis fyrir fiskimjölsverksmiðju rekstraraðila á Eskifirði. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1000 tonnum af hráefni á sólarhring.

Tillagan mun liggja frammi ásamt fylgigögnum á skrifstofu Fjarðabyggðar, Hafnargötu 2, 730 Fjarðabyggð, á tímabilinu 25. júní 2015 til 20. ágúst 2015.

Ekki er áformað að boða til almenns kynningarfundar (borgarafundar) um tillöguna á auglýsingatíma nema eftir því verði sérstaklega óskað.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til 20. ágúst 2015.

Tengd Gögn