Stök frétt

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar og Akureyrarbæjar unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir fólkvanginn Glerárdal. Tillagan hefur verið lögð fram til kynningar.

Glerárdalur var friðlýstur sumarið 2016. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda Glerárdal og aðliggjandi fjalllendi til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu.

Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Glerárdal er ætlað að vera stefnumótandi skjal, unnið í samvinnu við sveitarfélag og er hugsað sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn svæðisins. Markmiðið með gerð hennar er að leggja fram stefnu um verndun Glerárdals og hvernig viðhalda skuli verndargildi svæðisins þannig að sem mest sátt ríki um. Með áætluninni er stefnt að því að standa vörð um og efla jákvæða ímynd svæðisins. Í áætluninni er lögð fram stefnumótun til 10 ára, ásamt aðgerðaáætlun sem er unnin af Akureyrarbæ.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 28. maí. nk.

Sjá nánar hér