Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur nú gefið út eftirlitsáætlun um flutnings úrgangs á milli landa, en áætlunin er mikilvægt skref í að tryggja rétta meðhöndlun á þeim úrgangi sem fellur til. Markmið eftirlitsins er að enginn ólöglegur flutningur úrgangs eigi sér stað til og frá Íslandi og að með flutningum sé verið að tryggja ábyrga meðhöndlun úrgangsins. 

Eftirlitið miðar að því að tryggja eftirfylgni reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1013/2006 um flutning úrgangs sem var innleidd með reglugerð 822/2010 um flutning úrgangs á milli landa. Þá var sett breytingareglugerð sem aðildarríkjum ESB og löndum EES var gert að sinna virku eftirliti með flutningnum og skal sú vinna byggja á eftirlitsáætlun sem sett er til þriggja ára í senn. 

Eftirlitsáætlunina má nálgast hér, en frekari upplýsingar má nálgast hjá teymi græns samfélags.