Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Grímsey. Ekki er verið að breyta umfangi rekstrarins en um er að ræða að geyma allt að 60 m3 af olíu í stöðinni í einum geymi. Ekki liggur fyrir deiliskipulag fyrir stöðina en Umhverfisstofnun hefur fengið staðfestingu frá Akureyrarbæ þess efnis að staðsetning og notkun á stöðinni er í samræmi aðalskipulag Akureyrarbæjar.

Umhverfisstofnun hefur ekki áform um að halda almennan kynningarfund um tillöguna á auglýsingatíma, en mun endurskoða þá ákvörðun ef eftir því verður óskað. Auglýsingatímabil er 10. júlí til 7. ágúst 2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 7. ágúst 2018.

Tengd skjöl