Stök frétt

Kynningarfundur vegna stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Ingólfshöfða verður haldinn 10. október næstkomandi í Hofgarði í Öræfum. Fundurinn hefst klukkan 17:00.

Áður en fundurinn hefst bjóða ferðaþjónustuaðilar, sem hafa reynslu af skoðunarferðum í Ingólfshöfða, áhugasömum fundargestum að heimsækja Ingólfshöfða.  Mæting er kl. 13:15 á bílastæðinu milli Hofsness og Fagurhólsmýri, brottför klukkan 13:30. Ferðin mun ekki taka langan tíma en hún er tækifæri fyrir fundargesti svo þeir fái betri innsýn í stjórnunar- og verndaráætlun Umhverfisstofnunar.