Stök frétt

Hin árlega samevrópska Nýtnivika stendur nú yfir og er þemað í ár Spilliefni. Markmið átaksins er að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna. Íslendingar eru ein neyslufrekasta þjóð heims. Neyslan er eitt þeirra hegðunarmynstra sem við þurfum að breyta til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Umhverfisstofnun hvetur almenning til að staldra við áður en kaupæði jólanna nær yfirhöndinni.

Allskonar fræðslu- og hvatningarefni er að finna á facebook-síðu Nýtnivikunnar, fylgist með hér.