Stök frétt

Krakkarnir í Smáraskóla eru með afar skemmtilega hefð en þegar þau eru í 8. bekk fer árgangurinn saman í fjallaferð upp á hálendi. Ferðin tekur fjóra daga og þau ganga Laugaveginn, á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Þetta er um 53 km löng leið og því gríðarleg áskorun og glæsilegt afrek hjá 12-13 ára krökkum að ganga. Leiðin er hluti af Friðlandi að Fjallabaki sem er eitt af friðlýstu svæðunum sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með.

Mynd: Jafet Gunnarsson

Hefðin hófst 1994 þegar Kristín Einarsdóttir sem þá var kennari við skólann stakk upp á því að krakkarnir færu í útilegu í skólanum. Hugmyndin kom frá dönskum skóla sem hún hafði heyrt af og lagðist vel í alla. Sú hugmynd vatt svo upp á sig og nú er það svo að 8. bekkur fer á hverju ári í þessa mögnuðu göngu.

Mynd: Lilja Sesselja

Við fengum leyfi til að birta nokkrar myndir úr nýafstaðinni ferð en krakkarnir eru að sjálfsögðu hæstánægð með afrek sín.

Mynd: Lilja Sesselja

Mynd: Lilja Sesselja 

Mynd: Jafet Gunnarsson

Mynd: Lilja Sesselja

Mynd: Lilja Sesselja