Stök frétt

Umhverfis- og auðlindráðherra hefur veitt undanþágu frá  lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir aflagðan urðunarstað við Skarðsmóa í Skagafirði. Undanþágan er veitt vegna urðunar á riðuveiku sauðfé frá búum í Tröllaskagahólfi.

Hröð förgun dýranna varðar almannaheill og mætir því skilyrðum um undanþágu.

“Við hjá Umhverfisstofnun höfum unnið að þessu máli í samstarfi við ráðuneytin og MAST. Samstarfið hefur gengið mjög vel og við teljum niðurstöðuna hvað förgunarmálin varðar þá öruggustu miðað við aðstæður,” segir Halla Einarsdóttir, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.

Sjá nánar hér.