Stök frétt

Höfundur myndar: Iain Sarjeant

Umhverfisstofnun býður til kynningarfundar um nýjar Evrópugerðir um plöntuvarnarefni þriðjudaginn 17. janúar n.k. kl. 15:00-16:00 í húsnæði stofnunarinnar að Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. 

Fjallað verður um fyrirsjáanlegar breytingar sem verða í umhverfi þeirra sem flytja inn, selja og nota plöntuvarnarefni hér á landi samfara innleiðingu á reglugerð EB 1107/2009 um markaðssetningu plöntuvarnarefna og tilskipun 2009/128/EB um sjálfbæra notkun varnarefna. Aðgangur er ókeypis. Skráning hjá Umhverfisstofnun í síma 591-2000 eða með tölvuskeyti. Nánari upplýsingar veitir Björn Gunnlaugsson, sérfræðingur

Ítarefni