Hornstrandir

Friðlandið var stofnað 1975. Þar er að finna feikna há fuglabjörg eru iðandi af sjófugli. Á Hornströndum var áður byggð sem þótti um margt sérstæð. Núorðið hefur einungis vitavörðurinn þar fasta búsetu allt árið. Landslag á þessum slóðum hefur áhrif á ímyndunaraflið þannig að sagnir um tröll og forynjur vakna enda hefur náttúrutrúin líklega hvergi verið jafn sterk og á Hornströndum. Refur hefur átt sér griðland á Hornströndum. Ekki er ólíklegt að ferðalangar rekist á rebba því hann hefur vanist ferðum mannanna og er gæfur. Dýralíf og gróðurfar á svæðinu bera skýr merki þess að að ágangur manna og búfénaðar er takmarkaður.


Með friðlýsingunni er lögð áhersla á:

 

 • Varðveislu fjölbreyttrar náttúrulegrar gróðurfánu, fugla og dýra
 • Náttúrulega þróun svæðisins án afskipta mannsins
 • Að tegundir dafni og þróist án truflunar (draga úr álagi og truflun á tegundir á svæðinu)
 • Styðja við upplifun og ferðir fólks um svæðið, enda sé það meðvitað um ábyrgð sína gagnvart eigin ferðum og náttúrufari friðlandsins
 • Varðveiti svæðið fyrirn framtíðarkynslóðir, skapi ástæðu til þekkingaröflunar og rannsókna á svæðinu


Stærð friðlandsins er 580 km².

Fréttir

Mikilvægt er að ganga vel um friðlandið. Vistkerfi þess er viðkvæmt og umgangast þarf náttúru þess með aðgát.


 • Taka skal allt rusl með af svæðinu.
 • Leitast skal við að taka með allt rusl sem gengið er framá.
 • Það má ekki brenna rusl, né grafa það eða setja í kamra.
 • Forðast að bera með sér drykkjarvatn. Vatn er nær allstaðar á svæðinu
 • Þar sem göngustígar eru ber að nota þá. 
 • Forðast að gera nýja stíga.
 • Forðast að ganga um mjög blaut svæði eða viðkvæm mosasvæði.
 • Tjalda ber að á merktum tjaldsvæðum þar sem því verður við komið. Kamrar eru á öllum merktum tjaldsvæðum.
 • Bannað að kveikja varðeld.


Ítarlegar leiðbeiningar um umgengni.

Hornstrandafriðlandið er einstakt gönguland. Fegurð er mikil og upplifun sterk. Mikilvægt er að hafa ýmsa þætti í huga áður en ferðast er um svæðið, enda eykur vel skipulagt ferðalag á öryggi og ánægju gesta.

 

Hornstrandir eru nokkuð ólíkar mörgum öðrum ferðasvæðum á Íslandi. Þar spilar aðgengi að svæðinu stærstan þátt, þ.e. sigling með bátum inn og út af svæðinu. Einnig er aðgengi að húsum og skálum afar lítil og ferðamaður því uppá sjálfan sig kominn á svæðinu. Hornstrandir eru óbyggðasvæði með litlum innviðum og á slíkum svæðum þarf ferðamaðurinn að bera ábyrgð á sjálfum sér og undirbúa ferð sína af kostgæfni. Veður geta breyst mjög snögglega á svæðinu og sett áætlanir báta úr skorðum og svæðið getur hæglega orðið ófært yfirferða vegna vatnavaxta, slagveðurs og jafnvel snjókomu til fjalla og í fjallaskörðum, jafnvel um hásumar. Slæmt veður geta stundum varað í marga daga. Ekki er óalgengt að djúpar lægðir setji áætlanir úr skorðum sumar hvert í friðlandinu, með tilheyrandi vosbúð og erfiðleikum. Þó svo Hornstrandafriðlandið sé yfirleitt veðurgott á sumrin skal ætíð gera ráð fyrir hinu versta og búa að varaáætlun.


Góður undirbúningur er gulls ígíldi og eykur öryggi ferðamanna. Látið ekki óvæntar aðstæður koma ykkur úr jafnvægi og skemma fyrir ykkur ferðina. Vandaður undirbúningurn skilar yfirleitt ánægðari ferðamanni og erfiðar aðstæður einfaldlega krydda ferðina og gera hana jafnvel skemmtilegri. Gætið þess að vanmeta ekki svæðið eða ofmeta eigin hæfni.

Þrír þættir skipta máli eru kemur að ferðamanninum.

Eigin færni, reynsla og úthald

Með eigin færni er átt við reynslu ferðamanns af göngu- og tjaldferðum. Nauðsynlegt er að hafa grunnþekkingu á slíkum ferðalögum. Jafnframt reynsla af því að ferðast og dvelja í tjaldi við erfiðar aðstæður s.s. í vætutíð og kulda. Mikilvægtt er að vera í góðu líkamlegu ástandi ef gengið er langar leiðir. Slíkt er gott að þjálfa fyrir ferð. Yfirleitt þarf að hækka sig í fjallaskörð milli víkna og fjarða og oft um brattar leiðir og með þunga á bakinu. Úthald ræður því hve fljótt fólk getur komið sér í skjól ef veður gerast válynd.

Tæknileg þekking

Að lesa landakort, kunna á GPS eða áttavita er brýnn þáttur. Einnig að geta lesið sig milli varða eða eftir óljósum gönguslóðum í þokum. Einng að hafa reynslu í að vaða ár, ganga í brattlendi, klæða af sér veður, tjalda og elda. Þá er reynsla í fyrstu hjálp mikilvæg. 

Búnaður

Nauðsynlegt er að hafa búnað sem stenst aðstæður innan friðlandsins. Gæta skal þess að búnaður valdi ekki skaða á lífríki eða náttúru svæðisins. 


Smelltu á kortið til að stækka

HvaleyrarholtHVALEYRARH_PM10_AV10MINSvifryk18 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_H2S_AV10MINBrennisteinsvetni-1 µg/m³1HvaleyrarholtHVALEYRARH_SO2_AV10MINBrennisteinsdíoxíð-0 µg/m³1