Varp í hafið

Vegna viðhalds og þróunar á höfnum er nauðsynlegt að dýpka þær. Sumt af því efni sem er tekið upp (dýpkunarefni) getur verið mengað af þungmálmum, þrávirkum lífrænum efnum eða öðrum mengunarefnum. 

Samkvæmt OSPAR samningnum um verndun hafrýmis Norðaustur Atlantshafsins og 9. gr. laga nr. 33/2004, um varnir gegn mengun hafs og stranda er óheimilt að varpa dýpkunarefni í hafið. Í 9. gr. laganna kemur þó fram að Umhverfisstofnun geti veitt leyfi til að m.a. dýpkunarefnum sé varpað í hafið að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar. 

Árið 2000 setti Hollustuvernd ríkisins fram leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis og hafa þær verið uppfærðar af Umhverfisstofnun (síðast árið 2019).

Leiðbeinandi reglur um meðferð dýpkunarefnis