Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið þá ákvörðun að gera breytingu á tveimur starfsleyfum fyrir Matorku ehf. annars vegar fyrir fiskeldisstöðina að Fellsmúla, Hellu og hins vegar fiskeldisstöðina vestan Grindavíkur.

Matorka ehf. sótti um breytingu á starfsleyfi fiskeldisstöðvar fyrirtækisins í Grindavík fyrir 3.000 tonna ársframleiðslu á bleikju og borra til manneldis. Óskað var eftir því að framleiða sama magn en að framleiðslan næði til bleikju, lax, regnboga og borra í stað bleikju og borra.

Umhverfisstofnun gerði tillögu að breytingu á starfsleyfinu, sbr. umsókn rekstraraðila og var breytingartillagan auglýst þann 22. desember 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna voru 8 vikur frá birtingu auglýsingar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Íslensk Matorka ehf., nú Matorka ehf. sótti um breytingu á starfleyfi fiskeldisstöðvar fyrirtækisins að Fellsmúla, Hellu. Óskað var eftir að framleiða sama magn en að framleiðslan nái til bleikju-, lax-, regnboga- og borraseiða í stað bleikju- og borraseiða.

Umhverfisstofnun gerði tillögu að breytingu á starfsleyfinu, sbr. umsókn rekstraraðila og var breytingartillagan auglýst þann 22. desember 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna voru 8 vikur frá birtingu auglýsingar. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma.

Tengd skjöl