Síðastliðið ár gerði Umhverfisstofnun tvo rannsóknarsamninga til að meta stöðuna á plastmengun í hafi í kringum Ísland. Annars vegar við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum sem skoðaði örplast í kræklingi á völdum stöðum við Ísland. Hins vegar var gerður samningur við Náttúrustofu Norðausturlands um rannsókn á plasti í maga fýla.
Rannsóknin á kræklingi var valin því kræklingur er talin hentug bendilífvera fyrir mat á örplastmengun í hafi. Vöktun á plasti í maga fýla var valin því hún er notuð sem umhverfisvísir hjá OSPAR til að meta magn plasts í yfirborði sjávar. Eftirfarandi rannsóknir ásamt vöktun rusls á ströndum (sem Umhverfisstofnun hefur umsjón með) gefa okkur heildrænni mynd af plastmengun í kringum Ísland, þ.e. á ströndum, í sjó (örplast) og yfirborði sjávar.
Lesa má nánar um rannsóknirnar í skýrslum hér og hér en helstu niðurstöður úr rannsóknunum eru eftirfarandi:
Örplast í kræklingi
Plast í maga fýla
Þótt örplastmengun í kræklingi og plast í maga fýla reynist minni hér við land en í ýmsum öðrum löndum breytir það ekki því að Ísland er ekki laust við plastmengun í hafi. Mikilvægt er að Íslendingar dragi verulega úr neyslu á plasti og flokki/endurvinni allt plast. Einnig þarf að bæta hreinsun á skólpi og ofanvatni til að koma í veg fyrir losun á plasti og örplasti í sjóinn.
(Mynd: NNA)